Færeyingar sækja um fulla aðild að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni

Formaður færeysku landsstjórnarinnar og ráðherra norræns og alþjóðlegs samstarfs hafa sent inn umsókn um fulla aðild að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni fyrir hönd Færeyinga.

 

Á grundvelli stjórnarsáttmála færeysku heimastjórnarinnar hefur hún ákveðið að hefja umsóknarferli um fulla aðild. Í tengslum við það hefur færeyska heimastjórnin sent frá sér fréttatilkynningu með ummælum Poul Michelsen sem er utanríkis- og viðskiptaráðherra „Norrænt samstarf er afar þýðingamikið fyrir okkur og öll pólitísk málefni norræns samstarf  eru sjálfstæð stjórnsýslumálefni hjá færeysku heimastjórninni. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að við getum tekið þátt í samstarfinu til jafns við aðrar Norðurlandaþjóðir“ segir Poul Michelsen.

Lesið alla fréttatilkynninguna, hér á ensku