Færni í mótun starfsferils – hvað – hversvegna – hvernig?

Net NVL um náms- og starfsráðgjöf undirbýr ráðstefnu um mótun starfsferils og æviráðgjöf dagana 23.-24. nóvember í Háskólanum í Málmey, og hún er einkum ætluð fagfólki sem kemur að mótun starfsferils.

 

Færni í mótun starfsferils (e. Career management skills, CMS), veitir einstaklingum tækifæri til að öðlast þekkingu á færni sinni og að þróa markmið fyrir menntun og auðvelda ákvarðanir sem varða menntun og störf. (Hugtakið er sett fram af ELPGN –Evrópsku samstarfsneti um æviráðgjöf)

Á ráðstefnunni verður boðið upp á fjölda kynninga alþjóðlegra sérfræðinga um þemað, en einnig gagnrýni og vinnustofur þar sem gefin verða raundæmi um færni í mótun starfsferils. 

Meðal þeirra sem koma fram eru Ronald Sultana prófessor við háskólann á Möltu. Hann er þekktur sérfræðingur á sviði ævilangrar náms- og starfsráðgjafar, vinnuafli og velferðarpólitík.. Emma Borger er kennari og prófessor í náms- og starfsráðgjöf á Vesturströnd Skotlands. Í ráðgjöf og kennslu fjallar hún um kenningar um náms- og starfsráðgjöf, nám í atvinnulífinu, vinnumarkaðsnám og leiðir jafnframt rannsóknir.

Erik Hagaseth Haug er aðstoðarprófessor við Starfsmenntaháskólann Innland í Lillehammer. Við háskólann snúast rannsóknir hans um gæði ráðgjafar og hann hefur jafnframt tekið þátt í að leggja drög að líkani fyrir starfsráðgjöf. Haug býr yfir 10 ára reynslu sem leiðbeinandi  og árið 2016 skrifaði hann ásamt hópi sérfræðinga skýrsluna: „Norge i omstilling - karriereveiledning for individual og samfunn" (Breytingar á norsku samfélagi – starfsráðgjöf í þágu einstaklinga og samfélags). Í júní 2017 var hann valinn í hóp sérfræðinga á sviði náms- og starfsrágjafar og þróunar hjá CEDEFOP.

Meira.