Færni kennara í fullorðinsfræðslu - sérstakri athygli beint að upplýsingastarfi

Niðurstöður evrópska verkefnisins LEK-AE eru nú tiltækar og hægt að nota til að efla fagmennsku og í gæðaþróun innan fullorðinsfræðslunnar.

 
Ljósmynd: Pexels Ljósmynd: Pexels

Þetta er fyrsta verkefnið á evrópskum vettvangi sem leggur áherslu á blaðamennsku sem mikilvæga faglega hæfni hjá kennurum innan fullorðinsfræðslu. 

Efnið, sem unnið var af LEK verkefninu, getur hjálpað samtökum, sem taka þátt í fullorðinsfræðslu, til að verða meira meðvituð um það mikilvæga hlutverk sem blaðamennska leikur í því skyni að auka vitund og þekkingu á námi.

Niðurstöður verkefnisins er hægt að nota til að þjálfa og leiðbeina kennurum í fullorðinsfræðslu í að nota aðferðir blaðamennsku, eins og blaðagreinar, herferðir, netmiðla og að hafa samband við fjölmiðla. 

Verkfærakistan inniheldur æfingaáætlun, leik til hvatningar, netverkfæri og samskiptahandbók. Allt efnið er fáanlegt á ensku, valið efni er einnig fáanlegt á dönsku, finnsku og norsku. 

Námsskrána er hægt að nota til að þjálfa starfsfólk í stofnunum sem stunda fullorðinsfræðslu, þar sem þau í vaxandi mæli standa frammi fyrir nýjum samskiptaverkefnum í sínu faglega starfi.  

Námsskráin samanstendur af sex áföngum, sem hægt er að nota sjálfstætt í samræmi við námsmarkmið stofnunarinnar.

Í viðbót við áfangana geta kennarar notað hvatningaleik, sem gerir þátttakendum kleift að prófa hagnýt verkefni og málstofur á netinu (webinar) sem skapa frekari námsmöguleika.

Netmálstofur geta kynnt einn eða fleiri áfanga, eða hluta áfanga. Þær geta einnig verið stuðningur fyrir nemendur í einstaklingsbundnu námsferli þeirra, fylgja eftir í einstaklingsbundnum verkefnum og eru einnig vettvangur til að deila reynslu. 

Handbókin hjálpar fullorðinsfræðslustofnunum við að skilja framkvæmd á netmálstofum fyrir samskipti um fullorðinsfræðslu og kynnir auk þess tæknilegar og aðferðafræðilegar hliðar netmálstofa.