Færni kennara þarf að þróa alla starfsævina

Þann 13 október var mennta- og menningarmálaráðherra Finna, Sanni Grahn-Laasonen afhent þróunaráætlun fyrir kennaramenntunina.

 

Markmið þróunaráætlunarinnar er að þróa færni kennara á kerfisbundinn hátt alla starfsævi þeirra. Þróunin á að byggja á rannsóknum og styðja við hana með tengslanetum og leiðsögn.  Áætlunin er lögð fram af vettvangi um kennaramenntun þar sem mörg hundruð meðlimir og sérfræðingar hafa lagt sitt af mörkum við þróunarstarfið. Með hugarflugi á vefnum tóku enn fremur nálægt tvö þúsund einstaklingar þátt í þróun áætlunarinnar,  nemendur og kennarar.

Meira