Færni og störf tengd saman með nýrri tækni

Nýr gagnagrunnur sænsku vinnumálastofnunarinnar sýnir hvernig færni og eiginleikar tengjast ólíkum störfum.

 

Sænska vinnumálastofnunin þróar nýtt kerfi að nafni jobtech sem tengir á stafrænan hátt saman atvinnuleitendur og störf. Í kerfinu sem inniheldur fjölda ólíkra hluta felst einnig gagnagrunnurinn fyrir færni. Í grunninn eru nú skráðir 40.000 færniþættir sem komið hafa fram við leit í sex milljónum starfsauglýsinga. Kerfið er ennþá á tilraunastigi en mun í framtíðinni nýtast jafnt fyrirtækjum og atvinnuleitendum. 

Meira