Faghópar NVL á Íslandi funda

 

Lestrarráðið gaf nýlega út skýrslu um lestrarkennslu á Norðurlöndunum, Alfabetiserings utbildning i Norden. Skýrslan og meira um starfsemi Lestrarráðsins er á slóðinni www.nordvux.net/page/575/alfaradet.htm

Faghópur um kennslufræði vinnur að því að skoða hvernig staðið skuli að því að efla færni kennara til nýsköpunar og breytinga.
Meira hér www.nordvux.net/page/581/vuxenpedagogik.htm

Verkefni ráðgjafarnetsins er að kortleggja hvaða hæfni ráðgjafar í fullorðinsfræðslu þurfi að hafa til þess að sinna fólki í atvinnulífinu.
Meira um ráðgjafarnetið á  www.nordvux.net/page/580/vagledning.htm

Í raunfærnimatsnetinu hefur áherslan falist í að safna góðum dæmum frá Norðurlöndunum og gerð hefur verið samanburðarrannsókn á því hvað verið er að  meta hjá einstaklingum á Norðurlöndunum. Stefnt er að hagnýtu kerfi um raunfærnimat árið 2009. Skýrslan Validering i de nordiska ländarna er nýútkomin en meira um faghópinn er á síðu netsins www.nordvux.net/page/573/validering.htm

Eldri borgarar í atvinnulífinu er faghópur sem vinnur að málefnum eldri borgara. Að þeirra mati er brýnt að auka val eldri borgara á vinnustað því engin þjóð hefur efni á því að þeir fari of snemma út af vinnumarkaðnum. Meira um verkefni faghópsins er á slóðinni  www.nordvux.net/page/570/aldreiarbetslivet.htm

Á vegum faghópsins formlegrar fullorðinsfræðslu verður haldin ráðstefna á Íslandi um gæði í menntun árið 2009. Meira um faghópinn og verkefni hans er á slóðinni www.nordvux.net/page/577/formellvuxenutbildning.htm

Stór ráðstefna verður haldin á vegum gæðanetsins dagana 14. – 15. maí nk. Á ráðstefnunni verður kynnt skýrsla um gæði í fullorðinsfræðslu og eru í henni greiningardæmi frá öllum Norðurlöndunum. Meira um gæðahóp NVL og ráðstefnuna er á slóðinni www.nordvux.net/page/578/kvalitetsnatverk.htm

Næsta málþing fjarkennsluhópsins Distans um Skipulag náms verður í Kaupmannahöfn dagana 22. – 23. maí nk. Meira um fyrri ráðstefnur og fjarkennsluhópinn á www.nordvux.net/page/574/distansnatverk.htm

Ráðstefna á vegum faghópsins Atvinnulíf fyrir alla verður á Íslandi þann 28. maí. Frekari upplýsingar um starfsemi hópsins er á síðunni www.nordvux.net/page/610/
læringpaarbeidsplassenhindringer.htm

Á vegum fangelsisnetsins er verið að vinna stóra rannsókn á menntun fanga á Norðurlöndunum. Meira um starfsemi þess er á slóðinni www.nordvux.net/page/373/page.htm

Í rannsóknanetinu eru Jón Torfi Jónasson og Inga Jóna Jónsdóttir frá HÍ. Allar upplýsingar um starfsemina á www.nordvux.net/page/518/forskningsnatverk.htm

Nýlega var stofnaður bakhópur um starf NVL á Íslandi. Sá hópur hefur það verkefni að vera ráðgefandi við verkefnaval, hugmyndavinnu og miðlun upplýsinga til fulltrúa NVL á Íslandi.
Á vefslóðinni www.nordvux.net er að finna allar upplýsingar um starfsemi NVL á Norðurlöndunum. Fulltrúi NVL á Íslandi er Anna Vilborg Einarsdóttir og er hún með netfangið anna(ät)frae.is