Fagnám á háskólastigi fyrir atvinnulíf undirorpið breytingum

Norska hæfniþarfaráðið birti þriðjudaginn 14. júní sl. skýrsluna „Fagnám á háskólastigi fyrir atvinnulíf undirorpið breytingum (n. Høyere yrkesfaglig utdanning for et arbeidsliv i endring)“.

 

Hæfniþarfaráðið var skipað 23. júní 2023. Í ráðinu eru 18 meðlimir, meðal annars frá breiðu úrvali fræðimanna, og aðilum atvinnulífsins. Formaður ráðsins er Sveinung Skule.

Starf ráðsins er mikilvægt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið. Brottfall og rangt val í námi, kennslu og atvinnu er dýrt bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Til þess að öðlast djúpan skilning á eigin þörfum og til þess að fá aðgang að góðu og réttu vinnuafli, erum við háð því að hafa breiðan skilning á eigin og samfélagslegum hæfniþörfum. Norska þjóðin gæti orðið af miklum framtíðartekjum verði ekki til rými fyrir stórvirkar atvinnugreinar að vaxa fram.

Umboð hæfniþarfaráðsins nær til áranna 2021 til 2017. Æskilegt er að afgreiðsla ráðsins á tímabilinu beinist einkum að nokkrum völdum þemum. Fyrsta þemaskýrslan var afhent Ola Borten Moe, ráðherra vísinda- og háskólamenntunar þriðjudaginn 14. júní. Skýrslan fjallar um hlutverk fagnáms á háskólastigi til að mæta þörfum fyrir hæfni, bæði núverandi og til framtíðar. Í skýrslunni er lýsing og mat á áskorunum og vandamálum sem blasa við í þróun fagnáms á háskólastigi í Noregi.

Í skýrslunni er staðfest að fagnám á háskólastigi er vel til þess fallið að bregðast skjótt við nýjum hæfniþörfum einkum vegna náinna tengsla menntastofnananna við atvinnulífið og áherslu á þekkingu sem orðið hefur til gegnum reynslu í námi stúdentanna. Þekkingargrunnurinn sem skýrslan byggir á sýnir að mikil eftirspurn er eftir fagskólamenntuðum einstaklingum og að eftirspurnin er lagt umfram framboðið. Með því að efla enn frekar fagnám á háskólastigi (nám á 4. þrepi ) verður hægt að efla félagslegan hreyfanleika hópa sem að ekki myndu sækja akademískt nám á háskólastigi.

Hæfniþarfaráðið

  • Fyrsta Hæfniþarfaráðið (Kompetansbehovsutvalget KBU) var skipað 2017 og skipunartíminn náði til 2020.
  • Markmið Hæfniþarfaráðsins er að varpa ljósi á sem best faglegt mat á þörfum norsku þjóðarinnar fyrir hæfni til framtíðar.
  • Starf ráðsins á vera grundvöllur áætlana og strategískra ákvarðana um hæfni.

— Fagnám á háskólastigi gegnir mikilvægu hlutverki við að mæta þörfum fyrir hæfni í dag og á morgun. Sviðið hefur möguleika á að leika enn mikilvægara hlutverk í framtíðinni, segir formaður ráðsins Sveinung Skule.

Tækni- og lýðfræðileg þróun ásamt grænni umbreytingu fela í sér aukna þörf fyrir þróun fagnáms á háskólastigi. Þetta á einkum við vegna þess að þess háttar þróun eykur eftirspurn eftir námsframboði sem fljótt og á sveigjanlega hátt getur mætt nýjum og breyttum kröfum atvinnulífsins og í því eru fagskólarnir einmitt góðir. Þá er í skýrslunni bent á að í Noregi sé greinileg þörf fyrir að vígbúast með tölfræði, rannsóknum og greiningum sem geta lagt grunn að þekkingu sem leiðir til markvissari þróun sviðsins.

Eftir um það bil eitt ár á Hæfniþarfaráðið að skila aðalskýrslu sinni. Í þeirri skýrslu á að fjalla um hæfniþarfir tengdum grænni umbreytingu. Hæfniþarfaráðið um taka þátt í ráðstefnu EPALE-NVL um nám í Norðri (Læring i nord) þann 27. október. Þar mun fulltrúar í ráðinu miðla niðurstöðum úr skýrslunni. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Fulltrúarnir munu líka halda erindi á Stafræna Norðrið (DigiNorden)ráðstefnunni sem þú getur lesið meira um og skráð þig á hér.

Hér má lesa nánar um þemaskýrsluna á norsku Høyere yrkesfaglig utdanning for et arbeidsliv i endring,

Nánar um Hæfniþarfaráðið hér.