Faroese Online í loftið

12. september var Faroese Online opnuð.

 

Um er að ræða miklar framfarir fyrir færeysku sem annað mál fyrir aðflutta og alla sem vilja tileinka sér tungumálið. Faroese Online byggir á sama kerfi og Icelandic Online, þar sem hægt er að tileinka sér íslensku á sex þrepum. Samstarfið á rætur að rekja til verkefnis með styrk frá  Nordplus Voksen, þar sem Finnar eru samstarfsaðilar. Verkefnastjórinn, Dr Phil Hjalmar Petersen, hefur sagt að áætlað sé að seinna muni kerfið þróað frekar, þannig að hægt verði að færast frá byrjendaþrepi 0 sem kallast Bjargni, og að taka vefnámskeið sem fylgja þrepunum í evrópska  CEFR rammaviðmiðunum fyrir tungumál (The Common European Framework of Reference for Languages). En raunverulega sé öllum sem vilja tileinka sér færeysku að fara nú á vefinn og taka fyrstu skrefin í færeyskunámi.

Meira um Faroese Online