Fimmta norræna ráðstefnan um nám fullorðinna

 

Þema ráðstefnunnar er á ensku „A Theory of Practice“ eða Kenning um starf. Markmiðið er að bjóða upp á samtal milli fræðimanna og fræsðluaðila um það hvernig starfsemin hefur áhrif á fræðin, og fræðin móti starfið. Fræðimönnum er boðið að kynna rannsóknir sínar á kenningum um nám fullorðinna eða á tiltekinni starfsemi. Fólki sem starfar á vettvangi fullorðinsfræðslu (í sinni víðustu mynd) er  boðið að kynna dæmi (case) um tiltekna starfsemi þar sem þeir hafa  meðvitað beitt rannsóknum og/eða kenningum til þess að skipuleggja verkefni sem styðja við nám fullorðinna á ólíkum vettvangi,s.s. við störf, í frístundum og í skólasamhengi, skipulagt af öðrum eða þeim sjálfum.
Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að skapa umræður í tengslum við þau erindi sem verða lögð fram. Við hlökkum til líflegra umræðna um bæði fræði og framkvæmd.

Frestur til að skila inn útdráttum er til 3. janúar og frestur til að skrá þátttöku er til 10. febrúar. 

Nánari upplýsingar eru á: fifth.ncoal.org