Finnar þarfnast málstefnu

 

Mástefna fyrir Finnland myndi styrkja stöðu þjóðartungumálanna, tungumál upprunalegu íbúanna, samanna auk annarra hópa sem getið er um í stjórnarskránni, þ.e.a.s. rómana og táknmálsins auk annarra tungumálahópa í Finnlandi, sagði Virkkunen á málþingi sem Háskólinn í Jyväskylä stóð fyrir í febrúar.
– Fjöldi grunnskólanema sem leggja stund á erlend tungumál hefur hreinlega hrunið á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í framtíðinni munum við hafa þörf fyrir fólk með tungumálakunnáttu. Í málstefnu er mikilvægt að rannsaka þróun tungumálakennslunnar í heild, staðfesti Virkkunen.
Hlutfall finnskumælandi fólks á meðal íbúanna var 90,7 %, sænskumælandi voru 5,4 % og þeir sem hafa samísku að móðurmáli var 0,03 % árið 2009. Um það bil 4 % íbúanna hefur önnur tungumál sem móðurmál.

Nánar á sænsku: Minedu.fi