Finnar fá nýsköpunarháskóla

 
Aalto - háskólinn verður til við samruna Viðskiptaháskólans í Helsinki, Listiðnaðarháskólans og Tækniháskólans. Þar með á að leggja grunn að nýju samfélagi fræðimanna og listamanna á sviði tækni, hagfræði og listiðnaðar þar sem kostir margra fræðasviða og margra listgreina nýtast saman. Markmiðið er að háskólinn verði meðal bestu háskóla heims fyrir árið 2020.
Aalto – háskólinn er sjálfseignarstofnun, og stofnféð er upp á 700 milljónir evra. Ríkið leggur fram 500 milljónir og aðrir styrktaraðilar, fyrirtæki, stofnanir, önnur samtök og einstaklingar samtals 200 milljónir evra.
Ráðgert er að um það bil 20.000 stúdentar verði við nám í háskólanum og að hann verði næst stærsti háskólinn í Finnlandi. Fyrsti rektor skólans er Ph.D. Tuula Teeri sem m. a. hefur verið aðstoðarrektor Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi.
Starfsemi Háskólans hefst 1.1. 2010.
www.aaltoyliopisto.info/sv/view/innovaatioyliopisto-fi/aalto-universitetet