Finnar náðu aftur yfirburðaárangri í PISA-könnuninni

 

Meginsvið PISA könnunarinnar snerist um lesskilning og þar voru Finnar að meðaltali í þriðja sæti á eftir  Shanghai og Kórumönnum. Stærðfræðiþekking Finnanna skipaði þeim að meðaltali í annað sæti meðal OECD-landa  og í sjötta sæti af öllum þátttakendalanda. Í náttúrufræði voru Finnar næst bestir á eftir nemendum frá Shanghai.
Lesskilningur finnskra unglinga hefur hrakað nokkuð miðað við niðurstöður könnunarinnar árið 2000 en er þrátt fyrir það sá besti í OECD- löndunum. Stúlkurnar standa drengjunum ennþá langtum framar hvað varðar lesskilning en munurinn á milli skóla er ennþá lítill .

Nánar: Minedu.fi