Finnar staðfestu evrópskan viðmiðaramma fyrir próf og áunnina færni

Í byrjun mars var viðmiðarammi fyrir próf og áunnina hæfni staðfestur í Finnlandi.

 

Í viðmiðarammanum er lýst verkefnum, hæfni, færni og námi sem krafist er til prófs og viðurkenningar á aflaðri færni á heildstæðan og samræmanlegan hátt.

Með þessu hlýtur niðurstaða prófa viðurkenningu og alþjóðlegur hreyfanleiki og útflutningur á menntun er efldur. Viðmiðaramminn byggir á tilmælum Evrópuþingsins og ráðsins um evrópska viðmiðarammann  (European Qualifications Framework, EQF) til þess að efla ævimenntun.

Viðmiðaramminn gildir ekki um próf og nám sem lokið hefur verið í prófakerfinu.

Finnska menntamálastofnunin er samræmingaraðili í Finnlandi og ber skylda til að upplýsa hagsmunaaðila og veita ráðgjöf í málefnum sem varða viðmiðarammanna. Menntamálastofnunin mun skipuleggja málþing í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið á sumri komanda (8.6. 2017) um viðmiðaramma fyrir samræmd próf og aðra áunnina hæfni.

Meira