Finnsk-íslensk orðabók gefin út

 
NÝLEGA kom út finnsk-íslensk orðabók í Finnlandi, gefin út af Yliopistopaino- háskólaútgáfunni í Helsinki. Það er Tuomas Järvelä sem vann bókina en hann er nú að vinna að íslensk-finnskri orðabók sem koma á út næsta haust, hjá sömu útgáfu. Bókin var kynnt á bókamessu sem haldin var í Turku í Finnlandi í september sl. þar sem Ísland var þemaland. Tuomas segir bókina hafa fengið mjög góðar viðtökur enda hafi margir verið að bíða eftir hjálpargagni af þessu tagi. Í nýju orðabókinni er að finna 36.000 orð sem ættu að nýtast öllum sem þurfa að nota finnsku og íslensku í daglegum samskiptum eða í námi.