Fjárframlög til styrkja vegna sveigjanlegs náms í upplýsingatækni

Framlög til þróunar á sveigjanlegri símenntun eru liður í mótvægisaðgerðum við brottfalli af vinnumarkaði

 
Hér er einn af hermunum sem er notaður til prófa og hámarka sýndarfrumgerð áður en venjuleg frumgerð er búin til. Það er ódýrara að finna hugsanlega galla með því að láta tölvuna prófa áður en  varan hefur verið búin til.  Mynd: Tom Christian Dahl Hér er einn af hermunum sem er notaður til prófa og hámarka sýndarfrumgerð áður en venjuleg frumgerð er búin til. Það er ódýrara að finna hugsanlega galla með því að láta tölvuna prófa áður en varan hefur verið búin til. Mynd: Tom Christian Dahl

Brýnt er að reyna að sporna við brottfalli af vinnumarkaði vegna skorts á færni. Í Noregi hefur því verið ákveðið að veita 35 milljónum norskra króna til þróunar sveigjanlegra, einingabærra símenntunartilboða sem hægt er að taka með fullu eða næstum fullu starfi.  Fjárveitingin nemur 35 milljónum norskra króna. Norska færniþróunarstofnunin hefur umsjón með fjárveitingunni.  

Meðal markmiða er að auðvelda aðgengi að sveigjanlegu og vinnutengdu námi í upplýsingatækni. Fyrirtæki sem starfa saman, til dæmis í klösum, sem gera bindandi samstarfssamninga við háskóla eða fagskóla geta sótt um styrk. 

Fjárframlögin eru liður í umbótaaðgerðum norsku ríkisstjórnarinnar við færniþróun: Lærum allt lífið

Símenntunartilboðin sem á að þróa eiga að beinast að fyrirtækjum og launþegum sem þarfnast aukinnar færni í kjölfar tölvuvæðingar eða breyttum kröfum vegna annarskonar breytinga. Þess er krafist að gert hafi verið bindandi samkomulag á milli klasa eða annarskonar samstarfsfyrirkomulags einkarekinna fyrirtækja (að minnsta kosti tveggja fyrirtækja) og háskóla eða fagskóla. Opinberar stofnanir geta líka verið hluti af klasa eða í samstarfi við einkafyrirtæki.  

2018 var 10 milljónum norskra króna úthlutað til átta umsækjenda. Nýsköpunarfyrirtækið ÅKP AS í Álasundi var meðal þeirra sem hlutu styrk það ár. Fyrirtækið er nú ásamt, Norska tækniháskólanum, NTNU í Álasundi, GCE Blue Maritime Cluster, NCE Blue Legasea og DIGICAT Norsk katapultsenter að þróa símenntun í sýndarfrumgerð, stafrænum tvíburum og sjálfstýrandi kerfum.  – Þetta er gullið tækifæri fyrir fyrirtækin til þess að ná sér í færni í tölvuvæðingu sem nýtist í eigin starfsemi, segir Tom Christian Dahl, ráðgjafi í ÅKP.