Fjárlög 2012

 

Heildarfjárhæðin sem ætluð er Íslandi í IPA-styrki eru 30 milljónir evra eða nærri fimm milljarðar króna. Upphæðin dreifist á árin 2011 til 2013. Bætt hagskýrslugerð, aukið matvælaöryggi, þróun raunfærnimats og þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið eru meðal verkefna sem stjórnvöld vilja að Evrópusambandið styrki vegna umsóknar landsins um aðild að ESB. Í tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 er m.a. lagt til: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fái styrk til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun með því að þróa raunfærnimat.

Nánar: Althingi.is