Fjármagn til sí- og endurmenntunar ekki nýtt

Um það bil þrír milljarðar danskra króna hafa hrúgast upp í danska menntamálaráðuneytinu.

 

Fjármagnið sem ríkið innheimti af fyrirtækjum átti að nota til almennrar fullorðinsfræðslu og símenntunar. Ástæðan fyrir því að það hefur ekki verið nýtt er að eftirspurn fyrirtækja eftir AMU (vinnumarkaðsnámskeið) námskeiðum hefur dalað undanfarin ár. Aðilar vinnumarkaðarins og ráðuneytið eru sammála um að þörf sé á að efla hæfni og þróa færni starfsfólks. Umræður eru um hvað liggur að baki og hvernig nýta eigi fjármagnið.

Lesið meira á veftímaritinu Altinget