Fjarnám skapar tækifæri í dreifbýli

Allt frá því að Fjarlestrardepilin, Fjarkennslumiðstöðin í Vogi á Færeyjum var komið á laggirnar fyrir um það bil þremur árum hefur sókn í ólík námstækifæri sem boðið eru upp á við miðstöðina aukist.

 
Meðal nýjunga í sögu miðstöðvarinnar er að 21 námsmaður hóf nám fyrir leikskólakennara þann 4. febrúar 2016.
Nemendurnir 21 eru ekki aðeins frá Suðurey heldur hvaðanæva eyjanna. Þeir hittust í 5 daga staðarlotu en að henni lokinni njóta þeir fjarkennslu á mánudögum og 5. hverja helgi. Fyrirkomulagið gerir þeim kleift að búa áfram á Suðurey eða annarsstaðar á Færeyjum á meðan á náminu stendur. Í miðstöðinni eru góðar aðstæður fyrir fjarkennslu og hópavinnu, og þar geta nemendur verið hluti af námsumhverfi , fengið ráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Námsfyrirkomulagið er úrslitaatriði fyrir fullorðið fólk sem ekki vill flytja frá fjölskyldum sínum til þess að stunda framhaldsnám.