Fjölmenningu mætt í alþýðufræðslu

Fjölmenning í alþýðufræðslu er hluti verkefnis sem hefur það að markmiði að efla færni starfólks í alþýðufræðslu og er fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

 

Heildin kristallast haustið 2017, þegar samband alþýðufræðsluaðila í Finnlandi gefur út efni er varðar fjölmenningu og starfsþjálfun. Markmiðið er að starfsmenn sem sinna þjónustu og kennslu læri að mæta viðskiptavinum frá mismunandi menningarheimum. Hjá fræðsluaðilum þurfa þeir að gera það jafnt við kennslu, þjónustu og ráðgjöf. Ef starfsfólkinu tekst að mæta viðskiptavinunum á óformlegan hátt, og þeim tekst að gera sig skiljanlega fjölgar viðskiptavinum frá ólíkum menningarheimum og þeim finna sig „heima“ hjá fræðsluaðilum.

Fræðsluefnið verður gefið út á rafrænuformi og öllum fræðsluaðilum verður frjálst að nýta það. Um haustið verður jafnframt boðið upp á tvær námsleiðir þar sem farið er yfir hvernig hægt er að nýta efnið.

Hluti verkefnisins felst í að bjóða upp á örnámskeið um „Hvernig er hægt að bjarga sér í Finnlandi“ sem er einkum ætlað nýaðfluttum. Á námskeiðinu er farið yfir grunnupplýsingar um Finnland.

Nánar (á finnsku)