Fjöltyngi áskorun fyrir háskólana

 

– Allir háskólar á Norðurlöndunum reyna að laða til sín alþjóðlega stúdenta með því að bjóða upp á kennslu á ensku, segir fræðimaðurinn Taina Saarinen frá  háskólanum í  Jyväskylä.  Auk þeirra námskeiða sem í upphafi eru skipulögð á ensku eiga ófyrirséðar breytingar sér stað á tungumálinu sem kennt er á í öðrum námskeiðum. Námskeiðið er haldið á ensku ef í ljós kemur að skiptinemar hafa skráð sig á það.
Að mati Saarinen eru það eru það einmitt finnskir stúdentar mest gagn af meistaranámi sem fer fram á ensku hvað varðar vinnumarkaðinn. Þeir afla sér reynslu á tveimur tungumálum á sama tíma og erlendir stúdentar tileinka sér hvorki finnsku né sænsku á tveimur árum. Þetta takmarkar tækifæri þeirra til þess að fá atvinnu á finnskum vinnumarkaði að loknu námi.

Meira á Helsinki.fi.