Fjórar nýjar greinar

 

- Samtalið er mikilvægast, það skapar grundvöllinn að öllu samstarfi

Segir Guðrún Eyjólfsdóttir, varaformaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Á síðastliðnum áratug hefur miðstöðin mótað stefnu í fræðslu fullorðinna, íslenska módelið. Það hefur vakið athygli.
Lesið viðtal Sigrúnar Kristínar Magnúsdóttur við Guðrún Eyjólfsdóttur á www.dialogweb.net.

Stoltur yfir alþýðufræðslunni 

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli ABF á Álandseyjum, bauð Johan Ehn, mennta- og menningamálaráðherra til fundar þar sem hann greindi frá stefnu stjórnavalda er varðar alþýðufræðslu og fræðslusambönd. Þá voru einnig veittar upplýsingar um starfsemi ABF á Norðurlöndunum og umræður um þörf fyrir fræðslusambönd. 
Lesið grein Helena Flöjt-Josefssons á www.dialogweb.net.

Raunfærnimat, frá verkefnum til í reglubundna starfsemi

Eftir áramótin verður raunfærnimat hluti af reglubundinni starfsemi menntaskólans á Álandseyjum. Umbætur á framhaldsskólastiginu hafa leitt til þess að fullorðinsfræðsla hefur um tíma átt undir högg að sækja og erfitt hefur verið að staðsetja hana í kerfinu. Hvernig til tekst mun hafa afgerandi áhrif á fyrirkomulag raunfærnimats í framtíðinni, skrifar Helena Flöjt-Josefsson.
Lesið greinina á www.dialogweb.net.

Hrina umbóta gengur yfir Danmörku

Nú sér fyrir endann á runu umbóta á meginstoðum danska velferðarkerfisins. Sammerkt er að þær eiga að fjölga fólki á dönskum vinnumarkaði og lækka opinber útgjöld. Stjórnmálamennirnir hafa verið svo framtakssamir að nú telja sérfræðingar í efnahagsmálum að markmiðunum sé náð. Bíða verði með frekari umbætur þar til efnahagur þjóðarinnar skánar, skrifar Karen Brygmann.
Lesið greinina á www.dialogweb.net.

Lesendur geta látið í ljós skoðanir sínar á greinunum og skrifað umsagnir við þær á Fésbókinni www.facebook.com/dialogweb