Fleiri erlendir stúdentar í finnskum háskólum

Stefnt er að því að minnsta kosti 60.000 stúdentar af erlendum uppruna ljúki prófum frá finnskum háskólum árið 2025. Nú eru þeir um það bil 20.000.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir

Þetta er tillaga aðgerðahóps sem falið hefur verið að leggja drög að aðgerðaráætlun menntaútflutnings. Aðgerðahópurinn afmarkaði vinnu sína við menntun á háskólastigi, en hægt væri að aðlaga meirihluta tillagnanna að starfsmenntun. Aðgerðaráætlunin byggir á því að menntaútflutningur verði arðbær starfsemi.

Nánar á Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi