Formennska Norðmanna

Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2017.

 

Í formennskuáætlun Noregs sem leggur grundvöll að samstarfi ríkisstjórnanna á Norðurlöndunum árið 2017 er megináhersla lögð á þrjú svið:

Straumhvörf á Norðurlöndunum

Við munum auka samkeppnishæfni Norðurlanda á tímum umskipta til græns samfélags þar sem stefnt er að því að halda losun kolefnis í lágmarki, og efla aðlögun og samstarf í heilbrigðismálum.

Norðurlönd í Evrópu

Við munum efla samstarf okkar um Evrópumál. Öflug rödd Norðurlanda í Evrópuumræðunni er ekki aðeins norrænum þjóðum í hag heldur álfunni í heild sinni.

Norðurlönd í umheiminum

Við munum auka stefnumarkandi samstarf Norðurlanda á sviði utanríkismála.

Þá eru samlegðaráhrif af norrænu samstarfi og samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna Noregi einnig hugleikin.

Áætlunin