Frá brotthvarfi frá Færeyjum yfir í fólksfjölgun

 

Málþingið var haldið í tilefni af útgáfu bókarinnar Exit Føroyar. Í bókinni er röð greina og innlegg um þetta afar brýna vandamál sem blasir við Færeyingum, að fjöldi fólks flytur frá eyjunum, einkum konur og snúa ekki aftur. Á málþinginu fluttu margir af höfundum bókarinnar erindi. Íbúar á Færeyjum teljast rétt rúmlega 48.000 og miklu skiptir að konur eru tveimur þúsundum færri en karlar. Flestar kvennanna sem flytja, halda til náms en vandamálið er að aðeins helmigur þeirra kemur aftur tilbaka til Færeyja.

Lesið meira um málþingið á Nora.fo.