Fræðsla fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna

Vinnumálastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir námskeiði fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna haustið 2017, en verkefnið hlaut styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála í vor.

 

Félag kvenna af erlendum uppruna er einnig samstarfsaðili í verkefninu. Námskeiðið er fyrir konur af erlendum uppruna sem vilja fullvinna viðskiptaáætlun sína. Ekki er skilyrði að búið sé að stofna fyrirtæki um verkefnið en að hugmynd sé nokkuð mótuð. Efnið á námskeiðinu mun samanstanda af fræðslu um frumkvöðlafræði, stefnumótun, markaðs- og samkeppnisgreiningu, markaðsáætlanagerð, markaðssetningu á netinu, fjárhagsáætlanagerð og fjármögnun, skatta og launamál.
Einnig verður farið í persónulega hæfniþætti eins og markmiðasetningu, tímastjórnun, kortlagningu tengslanets, samskipti, eflingu sjálfstraust, styrkleikagreiningu, mannauðsstjórnun og samningatækni.

Heimild: Vinnumálastofnun  Nánar