Framfarir í norska póstinum með grunnleikni!

 

Í skýrslunni kemur einnig fram að þátttakendum finnst þeim hafa farið fram í reikningi, tölvum, lestri og ritun og þeir nota tölvur meira að loknu námskeiðinu. Þeir segjast lesa, skrifa og nota tölvur oftar en áður en þeir byrjuðu á námskeiðinu. Þeir sem tala annað móðurmál en norsku telja sig hafa meira gagn af námskeiðinu en norskumælandi. Þetta kom sérstaklega skýrt fram í mati á eigin færni í lestri og tölvunotkun. Þar að auki kemur fram að báðir nálhópar hafa styrkt sjálfstraust sitt á námskeiðinu. Þetta hefur í för með sér að þátttakendum finnst þeir hæfari í starfi og hafa meiri tiltrú á því að sækja um önnur störf innan fyrirtækisins.

Lesið meira og sækið skýrsluna á síðu Vox HER.