Framfarir menntunar á Grænlandi

Tölur frá árunum 2002-2012 sýna að menntastig á Grænlandi hækkar. Árið 2012 höfðu 34,7 prósent fullorðinna íbúa lokið námi á framhaldsskóla- eða háskólastigi. Árið 2002 höfðu 6.902 einstaklingar lokið starfsnámi en árið 2012 hafði þeim fjölgað í 8.179. Þeim sem ekki hafa lokið námi hefur fækkað úr 2.652 árið 2002 í 2.375 árið 2012.

 

Tölurnar eru úr skýrslu Grænlensku hagstofunnar: Befolkningens uddannelsesprofil 2012  en þar er fjallað um heildarþróun menntunar í tengslum við alþjóðlega þrepaskiptingu náms samkvæmt nýjum staðli um flokkun menntunar ISCED-2011.

Krækja í Befolkningens uddannelsesprofil 2012.