Um 1900 kennarar og stjórnendur skóla eru frá vinnu vegna verkfalls sem hefur áhrif á um 20 þúsund nemendur. Mikið ber í milli í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Tekist er á um bæði launalið og vinnufyrirkomulag kennara. Skilyrði fyrir launahækkun kennara eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem tengjast áformum um styttingu framhaldsskólans. Nám til stúdentsprófs á Íslandi tekur fjögur ár en uppi eru áform um að stytta það í þrjú ár.
Nánar á Ruv.is