Framhaldsskólanemum fækkar

 
Rúmlega 27.300 voru skráðir í framhaldsskóla, en tæplega 19.900 í háskóla. Fækkun framhaldsskólanema skýrist fyrst og fremst af samdrætti í fjarnámi og öldungadeildum. Konur eru fleiri en karlar í framhaldsskólum og háskólum. Hlutfallið er tæplega 56 á móti rúmlega 44. Bóknámið er sem fyrr vinsælla en starfsnámið í framhaldsskólum. Tveir af hverjum þremur nemendum velja bóknámið.