Framlög til námsávísananna aukið um sex prósent

 

Þeir sem njóta góðs af námsávísunum eru m.a. innflytjendur, atvinnulausir, einstaklingar með litla formlega menntun og fullorðnir sem eiga við námsörðugleika að stríða. Námsávísanir má einnig nota fyrir ellilífeyrisþega. Hluta styrksins er hægt að nota til þess að virkja markhópa sem annars ekki sækja í nám, og jafnframt til þess að mæta kostnaði við að leita uppi og veita stuðning við einstaklinga í markhópnum. 
Fjárframlög til þessara aðgerða hófust árið 2007. Stofnanirnar fá styrk sem miðast við fjölda umsókna.

Nánar: www.oph.fi/finansiering/statsunderstod/fritt_bildningsarbete