Framlög til námskeiða í Noregi

Vox auglýsir ný fjárframlög til námskeiða í grunnleikni.

 

Framlögin verða greidd út á tvennan hátt, færniplús í vinnu og færniplús sjálfboðaliða. Sá síðarnefndi var kynntur árið 2015 og hefur verið efldur samkvæmt auglýsingunni í ár. Hugmyndin er að nýta sjálfboðaliðastörf til kennslu í grunnleikni. Ætlunin er að færniplús sjálfboðaliða virki öðruvísi en þau námskeið sem fram til þessa hafa verið í boði undir formerkjunum grunnleikni í atvinnulífinu. Með öðrum orðum að námskeið í norsku talmáli, ritun, lestri, reikningi og beitingu upplýsingatækni verði samofin í fjölbreytt úrval námskeiða sem haldin eru af sjálfboðaliðasamtökum og fullorðnir taka þátt í.  

Meira