Framtíðin í framhaldsfræðslu

Málþing um framtíðina í framhaldsfræðslu í samstarfi Menntamálaráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs og NVL.

 

Tæplega 80 manns sóttu málþingið, Nýjar áherslur í framhaldsfræðslunni, sem haldið var 7. sept. sl. í Reykjavík. Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson hélt opnunarerindi. Auk hans héldu sérfræðingar menntamálaráðuneytis og Fræðslumiðstöðvarinnar, fulltrúar atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðva erindi. Mjög líflegar og góðar umræður sköpuðust að loknu hverju erindi enda var gert ráð fyrir rúmum tíma í umræður. Formaður stjórnar fræðslusjóðs tók síðan saman í lokin helstu punkta málþingsins.

Umræðupunktum var safnað saman og munu nýtast í starfi FA, Fræðslusjóðs og ráðuneytisins sem og símenntunarmiðstöðva.

Tenglar (hljóðupptökur og glærur) á erindin má finna hér.