Fréttir frá háskólum

 

Ríkisstjórnin leggur til að auðvelda nemendum að leggja stund á nám erlendis á námsstyrkjum. 

Í Svíþjóð er afar gott styrkjakerfi fyrir námsmenn en það þarf að vera í sífelldri þróun. Lagt er til að kerfið virki hvetjandi fyrir þá sem vilja leggja stund á nám erlendis og gildi einnig fyrir námsmenn sem sinna veikum börnum. 
Nánar um Frumvarp  2009/10:141; Réttlátt og virkt – breytingar á fyrirkomulagi námsstyrkja til sænska þjóðþingsins. www.regeringen.se/sb/d/12473/a/141770

Lagt til að jákvæðri mismunun við inntöku í háskólana verði hætt

Ríkisstjórnin stefnir að því, að hætt verði með vísun í lög um háskóla, að veita tækifæri til þess að taka tillit til kyns við inntöku í háskóla.
Það er brýnt að efla jafnrétti í háskólum, bæði í grunnnámi og á efri stigum námsins, en það er fráleitt að halda að vandamálið verði leyst með því að aðgreina ungar námfúsar konur frá við inntöku segir Tobias Krantz háskóla- og rannsóknaráðherra.
Nánar: www.regeringen.se/sb/d/12473/a/141904

Sjálfstæði háskóla verði aukið

Ríkisstjórnin hefur með lagafrumvarpi lagt til að háskólum verði veitt aukið sjálfstæði. Þeir þurfi aukið svigrúm til athafna til þess að ná árangri í sífellt alþjóðlegra menntakerfi. Í þannig umhverfi sé nauðsynlegt að geta brugðist fljótt við.
Í frumvarpinu er lagt til að dregið verði úr miðstýringu ríkisins á fjórum megin sviðum.
- Háskólar skulu sjálfið ákveða skipulag stofnunarinnar að undanskilinni skipun stjórnar og rektors. 
- Draga á úr núverandi vægi reglugerða um ráðningu kennara. Aðeins skal kveðið á um ráðningar prófessora og lektora í háskólalögum.
- Draga á úr vægi reglugerða um námið Ákvæði um próf og viðvíkjandi réttindum nemenda auk gæða námsins verða enn samkvæmt reglugerðum. Vægi reglugerða um námsskrár, verður minnkað sem og um lokaritgerðir og einkunnir.
- Skapa ber háskólunum aukið fjárhagslegt svigrúm.
Nánar: Frumvarp 2009/10:149 Háskólar samtímans – aukið svigrúm fyrir háskóla http://regeringen.se/sb/d/12473/a/142398