Færeyingar og ESB sammála um tillögu að nýjum rannsóknasamningi

Samningurinn er um aðild Færeyinga að rannsóknaáætlun ESB Horizon 2020, frá 2014 til 2020.

 

Með samningnum er tryggt að Færeyingar verða aukaaðilar að Horizon 2020. Það þýðir að vísindamenn og fyrirtæki á Færeyjum geta tekið þátt í verkefnum á sama hátt og vísindamenn og fyrirtæki í aðildarlöndum ESB. Enn standa nokkur formsatriði út af borðinu, en allt útlit er fyrir að samningurinn verði undirritaður snemma hausts, og verði síðan lagður fyrir færeyska Lagtinget og þing Evrópusambandsins. Í sambandi við ESB teljast Færeyjar sem þriðja land, en hafa þrátt fyrir það haft aukaaðild að FP7 – rammaáætluninni um rannsóknir.

Nánar um rannsóknasamninginn og samstarfið við ESB á Gransking.fo