Færeyjar aðilar að 7. rannsóknaáætlun ESB

 

Hinn 12. maí, sl. samþykkti  lögþingið í Færeyjum að staðfesta samning um rannsóknir á milli ESB og Færeyja. Samkomulagið hefur í för með sér að rannsóknaaðilar og vísindamenn í Færeyjum hafa nú sama aðgang og aðrir vísindamenn í ríkjum ESB að 7. rammaáætlun um vísindi og þróun eða: The Seventh Framework Programme for Research and Development á tímabilinu frá 2007 til 2013.

Nánar: www.gransking.fo