Færeyska verður jöfn öðrum Norðurlandatungumálum

 

Fulltrúar menntamálaráðuneytanna í Danmörku og Færeyjum hafa undirritað samning um aðgangskröfur fyrir Færeyinga sem sækja um háskólanám í Danmörku. Fram til þessa hefur þess verið krafist að Færeyingar, sem sækja um að komast í nám við danska háskóla, hafi lokið lokaáföngum í dönsku í framhaldsskóla. Sömu kröfur hafa ekki verið gerðar til umsækjenda sem hafa norsku, sænsku, eða íslensku að móðurmáli. Með samningnum verður tryggt að færeyska stendur jafnfætis öðrum Norðurlandatungumálum við umsókn um nám við háskóla í Danmörku.

Meira á færeysku: Mmr.fo