Færeyski atvinnuleysissjóðurinn tekur frumkvæði

 

Meðal annars bauðst atvinnuleitendum, sem dreymir um störf tengdum siglingum, námskeið fyrir sjómenn um borð í skonnortu, sem fól í sér undirbúning undir grunnskólapróf og þriggja mánaða námskeið fyrir lesblinda. Nemendur úr fyrsta hópnum á lesblindunámskeiðinu, sem hafa fengið 20 kennslustundir á viku yfir þrjá mánuði, fengu skírteini sín afhent í desember sl. Í útvarpsviðtali í kjölfarið sögðu þátttakendur á námskeiðinu að það hefði opnað þeim nýjar gáttir og kveikt von og þor til þess að sækja sér meiri menntun. Nýlega hefur atvinnuleysissjóðurinn á frumkvæði að samstarfi við ferjufyrirtækið Smyril Line um færniþróun og um leið ráðningu mannskaps á ferjuna Norrænu í sumar. 

Meira á færeysku á Als.fo