Færni frá sjónarhóli atvinnulífsins

 

Dagana 18. -20. mars 2015 hélt nýtt tengslanet innan NVL  um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins sinn fyrsta fund í Köge i Danmörku.

Í tengslanetinu sitja fulltrúar samtaka atvinnulífsins í löndunum öllum, bæði atvinnurekenda og launþega. Markmiðið er að kortleggja helstu hindranir fyrir færniþróun og leita leiða til úrlausna. Þátttakendur lýstu yfir ánægju sinni yfir frumkvæði NVL að skapa norrænan vettvang fyrir samtal aðilanna. Ljóst er að allar þjóðirnar vinna ötult starf á þessu sviði og samstarf samtakanna um færniþróun í hverju landi er gott. Margt er líkt, en fram kom að flestir fundarmenn  fengu einnig nýjar hugmyndir að úrlausnum verkefna á eigin vettvangi. Á fundinum var sameinast um markmið verkefnisns og vinnuaðferðir.