Færni og sköpun til framtíðar fellur undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið

 

- Mennta- og menningarmálaráðuneytið er meira lýsandi fyrir starfsemi ráðuneytisins. Nafnabreytingin skýrir betur starfsemi þess bæði hér í Finnlandi og í alþjóðlegum samskiptum. Þar að auki beinir breytingin sjónum að vaxandi samfélagslegum- og efnahagslegum áhrifum menningarmála segja Henna Virkkunen menntamálaráðherra og menningar- og íþróttamálaráðherra Stefan Wallin.
Fram kemur í stefnu ráðuneytisins að færni og sköpun til framtíðar fellur undir ráðuneytið. Mikilvægi þátta menntunar, rannsókna og menningar í efnahagskerfinu eykst og þessi svið leika meginhlutverk í velferð og menningu. Hægt verður að taka tillit til þessarar þróunar og veita henni þann virðingarsess sem henni sæmir í samfélaginu með því að leggja nafn menningarinnar til ráðuneytisins. 

www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/03/OPM.html?lang=fi&extra_locale=sv