Færni til framtíðar, hvað vitum við um hana?

 
Til þess að við getum eflt og þróað hugmyndir okkar um velferð í framtíðinni verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að allir verða að leggja sitt af mörkum. Með þekkingu og færniþróun verðum við að tryggja að lýðræði, hlutdeild, þátttaka og öryggi leiki einnig mikilvæg hlutverk í sundurlausum og fjölmenningarlegum samfélögum framtíðarinnar eða eins og fram kom í umræðunum; það er mikilvægt að einstaklingurinn sem heild verði í brennidepli færniþróunar á Norðurlöndunum. Anne Skomedal frá þekkingarráðuneytinu og fulltrúi Noregs í stýrihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um fræðslu fullorðinna opnaði námsstefnuna og Sissel By Ingvaldsen frá Oppland fylki sýndi nýtt líkan fyrir samstarf. Í Oppland hafa menn áform um nýsköpun til þess að nýta það afl sem fyrir er í samfélaginu með nýju samstarfsformi meðal fullorðinsfræðsluaðila. Á milli 40 og 50 þátttakendur tileinkuðu sér nýja þekkingu um framtíðina.