Í skýrslunni er fjallað um færni í þróun starfsferils í norrænu samhengi og sem hluta af ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Þar er einnig að finna dæmi um hvernig litið er á starfsfærni á Norðurlöndunum auk ráðlegginga fyrir þá sem sinna ráðgjöf og móta stefnu.
Með skýrslunni er stefnt að sameiginlegum norrænum skilningi á starfsfærni. Skýrslan er einkum ætlað náms- og starfsráðgjöfum, kennurum, fræðimönnum, stjórnendum og stjórnmálamönnum.
Ritið er tekið saman að frumkvæði norræna hópsins í ELPGN og NLV. Rie Thomsen við Árósarháskólann tók skýrsluna saman.
Skýrslan er til í danskri og enskri útgáfu.
Danskri
Enskri