Þann 5. desember næstkomandi verður tíundi ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA haldinn í Reykjavík. Við lok tíunda starfsárs er viðeigandi að líta yfir farin veg og taka saman það sem áunnist hefur. Markviss vinna hefur farið fram eftir þremur megin leiðum: mótun nýrra námleiða, náms- og starfráðgjöf og raunfærnimati. Samtals hefur á fjórða tug námsleiða verið lýst, og á tímabilinu hefur þátttakendum fjölgað mjög ört, voru 55 árið 2003 en voru orðnir 2.760 árið 2012. Rúmlega 20.000 manns hafa sótt nær tvö þúsund kynningarfundi náms- og starfsráðgjafa, 25.000 manns sótt einkaviðtöl í 48.000 skipti. Frá árinu 2007 og fram á mitt ár 2013 hafa 2.014 einstaklingar lokið raunfærnimati.
Nánar á vef FA: www.frae.is/frettir/nr/448/