Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fær styrk úr Menntaáætlun Evrópusambandsins

 
Verkefni FA heitir REVOW Recognition of the Value of Work  (Viðurkenning á gildi starfa) og er yfirfærsla  á útkomu eldra verkefnis, Gildi starfa  Value of work.  Eldra verkefnið, Gildi starfa, gekk út á að þróa og prófa mat á færni út frá ákveðnum fyrirfram skilgreindum viðmiðum og að hanna leiðbeinandi efni sem nýst gæti til yfirfærslu raunfærnimats í önnur störf.  Það verkefni hlaut m.a. verðlaun sem fyrirmyndarverkefni á fjölsóttri ráðstefnu í Prag sumarið 2009.
Nýja verkefnið miðar að því að yfirfæra þá reynslu og þekkingu enn frekar til annarra landa en þeirra sem tóku þátt í fyrra verkefninu. Markhópar eru bankastarfsmenn og tæknifólk í rafiðnaði. Sömuleiðis verður aðferðafræðin endurskoðuð og þróuð nánar, m.a. dýpkuð tenging við evrópskan viðmiðaramma. Verkefninu er ætlað að styrkja stöðu fólks á vinnumarkaði með stutt formlegt nám að baki.
www.valueofwork.org