Frumvarp til fjárlaga 2008

 
Ríkisstjórnin leggur einnig til að 240 milljónum sænskra króna (rúmlega 2 milljörðum ISK) verði varið til að bæta gæði háskólamenntunar á árinu 2008. Þeir fjármunir eiga fyrst og fremst að renna til þeirra greina þar sem kostnaður á hvern nema er nú þegar lægstur, í hugvísindum, samfélagsfræðum, lögfræði og guðfræði en aðrar fræðigreinar s.s. náttúruvísindi og verkfræði fá einnig fjármuni til þess að auka gæði menntunarinnar.