Frumvarp til laga um Menntamálastofnun

 

Mennta- og menningamálaráðherra Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram frumvarp til laga um nýja stofnun á sviði menntamála. Drög að frumvarpinu liggja fyrir til umsagnar. Verði frumvarp þetta að lögum koma þau til framkvæmda 1. janúar 2015.

Með frumvarpinu er mælt fyrir um að stofnuð verði stjórnsýslustofnun sem sinna skal verkefnum á ýmsum sviðum menntamála og öllum skólastigum. Stofnunin mun leysa Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun af hólmi og sinna verkefnum þeirra stofnana auk verkefna sem ráðherra felur stofnuninni, t.a.m. verkefni sem nú er sinnt í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Stofnuninni er ætlað að stuðla að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, sannreynda þekkingu og alþjóðleg viðmið. Með því er leitast við að stuðla að auknum gæðum skólastarfs, bættri þjónustu við menntakerfið og að efla menntun hér á landi.

Nánar á íslensku