Frumvarp um nýja námsstyrki frá hinu opinbera vegna umbreytinga

Sænska ríkisstjórnin lagði í sumar fram frumvarp um innleiðingu nýrra námsstyrkja vegna umbreytinga, sem hluta aðgerða við endurbætur á vinnumarkaði. Markmið nýju styrkjanna er að styrkja stöðu launþega á vinnumarkaði.

 
Mynd : Anthony Fomin Mynd : Anthony Fomin

Lagt er til að umbreytingastyrkirnir nemi sem svarar 80% af launum einstaklings en þó að hámarki 20.500 SEK króna. Þeir eiga að létta þeim sem hafa reynslu af vinnumarkaði leiðina við að afla sér frekari menntunar eða hefja nám á nýju sviði til þess að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hægt verði að veita styrk til alls náms sem telst lánshæft eins og til dæmis framhaldsskóla fyrir fullorðna (komvux) lýðskóla, iðnskóla og háskóla. Jafnframt verður hægt að veit styrk til náms sem er fjármagnað af umbreytinga-stofnun.

Lagabreytingin á að öðlast gildi þann 30. júní 2022.

Meira hér