Fullorðinsfræðsla í undirbúningi

Landsstjórnin á Færeyjum hefur sett sér markmið að setja samhæfingu fullorðinsfræðslu og náms fullorðinna í forgang.

 

Til þess að ná markmiðinu hefur ríkisstjórnin skipað vinnuhóp sem á að greina og undirbúa stofnun atvinnulífsmiðstöðvar í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Fyrsta verkefni vinnuhópsins er að taka frumkvæði að samstarfi við ólíka hagsmunaaðila á færeyskum vinnumarkaði til þess að kanna hvort þeir hafa áhuga á að stofna til samhæfðrar fullorðinsfræðslu í samvinnu við yfirvöld. Jafnframt á vinnuhópurinn að kortleggja þörf fyrir fullorðinsfræðslu og vinnumarkaðsnám frá víðu sjónarhorni.