Fullorðinsfræðsla verði skylda á Norðurlöndum

Ríkisstjórnir norrænu landanna eiga að beita sér fyrir því að fullorðinsfræðsla og endurmenntun verði skylda fyrir allt vinnandi fólk á Norðurlöndum og koma á fót kerfi þar að lútandi með aðstoð frá aðilum vinnumarkaðarins.

 

Þetta leggur Poul Nielson, fyrrum ráðherra í dönsku ríkisstjórninni og fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, til í stefnumótandi úttekt sinni á norrænum vinnumarkaðsmálum. 

Norræna ráðherranefndin fól Poul Nielson að vinna stefnumótandi úttekt sem á þriðjudaginn var afhent dóms- og vinnumálaráðherra Finnlands, Jari Lindström, sem er formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál árið 2016. Í skýrslunni eru 14 tillögur að leiðum til að þróa vinnumarkaðinn gegnum norrænt samstarf.

Nielson bendir á að mikið sé þegar gert til að efla færni fullorðinna, en að „meira af því sama“ dugi ekki til að mæta þeim áskorunum sem fylgt hafi hnattvæðingu, stafvæðingu og tækniþróun. Hröð tækniþróun mæti nú hækkandi eftirlaunaaldri, sem auki þörfina fyrir fjölbreytilega menntun og fræðslu.

„Ef tryggja á samkeppnishæfni Norðurlanda til framtíðar þurfum við að tileinka okkur nýjan hugsunarhátt í menntamálum. Það væri framsýn ákvörðun að þróa sameiginlegt líkan fyrir skylduboðna fullorðinsfræðslu,“ segir Poul Nielson.

Lesið meira

Heimild: Norden.org