Fullorðinsfræðsla á grunnskólastigi – endurskoðun til aukinnar einstaklingsmiðunar og skilvirkni (SOU 2013:20)

 

Rúmlega 30.000 manns leggja á ári hverju stund á nám fyrir fullorðna á grunnskólastigi. Hópurinn er afar misleitur, sumir hafa þegar aflað sér menntunar á háskólastigi á meðan aðrir eru án nokkurrar menntunar. Markmið námsleiðarinnar er að veita einstaklingum færni til þess að geta verið virkir samfélagsþegnar og á vinnumarkaði, námið á að miða út frá þörf og forsenum hvers og eins.
- Það er mat okkar að náms- og starfsráðgjöf leiki lykilhlutverk í einstaklingsmiðaðri og árangursríkri fræðslu. Þetta á ekki síst við um þá sem eru best menntaðir og þurfa aðeins að taka vissa hluta námskeiðanna segir matsaðilinn Geoff Erici hjá menntamálaráðuneytinu.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/16841/a/213884