Til þess að koma böndum á ríkisútgjöldin hafa ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn gert með sér samning um endurreisnaráætlun 2010 sem hefur víðtæk áhrif á allt svið fullorðinsfræðslunnar.
Þær aðgerðir sem hafa munu mest áhrif eru m.a.
• Tímabilið sem fólk getur fengið atvinnuleysisbætur verður stytt úr 4 árum í 2 ár
• Dregið verður úr framlögum til lýðskóla, hússtjórnar- og handverksskóla og þeim breytt í þá veru að framlög til stuttra námskeiða lækka en um leið hækka framlög til lengri námsframboða. Gert er ráð fyrir að með því móti sparist 55 milljónir DKK á ári. Samtök lýðskóla í Danmörku vænta þess að mörgum skólum verði lokað. Nánar: www.ffd.dk/genopretningsaftalen-2010
• Þátttakendur sem eru í vinnu munu þurfa að greiða hærri gjöld fyrir almenna fullorðinsfræðslu og símenntun
• Þátttakendur sem hafa lokið framhaldsskóla og vilja bæta við menntun sína eða afla sér starfsmenntunar munu þurfa að greiða hærri gjöld
• Endurgreiðsla til fyrirtækja vegna fullorðinsfræðslu verður skorin niður um 20 prósent
• Tímabilið sem hægt er að fá námsstyrki fyrir til framhaldsnáms á sviði fullorðinsfræðslu (SVU Statens voksenuddannelsesstøtte) verður stytt úr 52 vikum í 40 vikur
Nánar:
• Samningur um endurreisnaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins 2010
• Mat samtaka lýðskóla í Danmörku
• Mat samtaka alþýðufræðsluaðila í Danmörku